Wednesday, July 23, 2008

Ekki svo dönnuð í dag..


Jæja.

Í dag fer ég með boðskortin í skírnina í póst. Ég hafði vit á því að hafa viðskipti við prentsmiðju við þetta tilefni. Prentsmiðjan Think í Faxafeni varð fyrir valinu og ég lét útbúa frekar snyrtilegt boðskort sem ég var bara nokkuð sátt með.

Kallinn í búðinni spyr hvort ég vilji ekki endilega að boðskortin séu eitt og hið sama: umslag OG boðskort. Þetta eigi að vera voða sniðugt þar sem maður bara brýtur umslagið (boðskortið) saman á "voða þægilegan máta". Kviss, bamm, búmm, voða auðvelt og sneddý.

Well I got news for you mister "think" printer guy: Not so sneddy!!

Þar sem þetta er frekar þykkur pappi með voða spes áferð þá er bara alls ekki svo glatt og auðvelt að loka "umslaginu".

Svo ég brá á það ráð að loka hverju boðskorti með þremur ekki-svo-smekklegum kennaratyggjóklessum (sem reyndar voru smekklega smáar) og svo stórum rauðum hjartalímmiða...

Ekki svo dannað..

Jæja, þið sem fáið svona boðskort.. excuse moi

4 comments:

Tinnsi said...

Ætla rétt að vona að ég fái boðskort!

Svava said...

Úúuuups.. verðuru á landinu?? Elsku Tinna, ég bara bjóst ekki við að þú yrðir heima! Fékk pakkann frá þér, voða sætt:) Takk, takk. Þú átt þá von á bréfi frá mér

Tinnsi said...

Já, ég verð kannski ekki á landinu, en, það er ekki eins og ég sé ekki með póstkassa, ha? Get tekið á móti boðskorti.

Svava said...

Eeeerr.. ok. Ég skal senda þér boðskort.