
Græðgi er ein af höfuðsyndunum sjö.
Ég hef aldrei skilið gráðugt fólk. Það lætur eins og það að hafa nóg sé bara alls ekki nóg. Það verður að hafa meira. Og gefa ekki með sér.
Einhvern veginn fannst mér þetta endurspeglast ágætlega í þættinum Logi í beinni síðasta föstudagskvöld. Logi tók viðtal við tvær konur. Önnur þeirra, söngkona, var spurð að því hvort hún væri farin að græða á tónlistinni loksins. Hún svaraði eitthvað á þá leið að gróði væri ekki eitthvað sem hún sæktist eftir. Henni nægði blessunarlega að hafa nóg. Síðan kom önnur kona, af allt öðru meiði einhvern veginn. Sú virtist vera með dollaramerki í augunum og talaði um hvernig hún væri að markaðssetja sjálfa sig og kynþokka sinn. Ekki það að ég hafi neitt á móti þeirri manneskju. Hún er absolutely gorgeous!
En maður spyr sig: Hvor er hamingjusamari?
Svarið er svo augljóst og skein einhvern veginn í gegn í þættinum. Söngkonan geislaði af lífshamingju og tísti dúllulega (enda er hún algert krútt) en hin einhvern veginn virkaði hálf fake enda upptekin af ytra útliti dáldið mikið og..
peningum.

No comments:
Post a Comment