Thursday, December 25, 2008

Kreppu hvað?

Það fer í taugarnar á mér þegar fullorðið fólk er að tala um fullorðinsmálefni þegar börn eru viðstödd. Það er álit mitt að það eigi bara alls ekki að tala til dæmis um kreppumál í eyru barna. Barnið skynjar þá umræðu um skort og fyllist ef til vill óöryggistilfinningu.

Ég vil að börnin mín viti að það er til nóg af öllu. Enda er til nóg af öllu! Meðan við erum heil á húfi og heil á líkama og sál, höfum ofan í okkur og á og höfum hús yfir höfuðið þá skortir okkur ekki neitt. Enda er nóg af því sem við þurfum þess fyrir utan; hamingju og kærleik.

Point being: Ég vildi að fólk myndi alfarið hætta að tala um neikvæða og leiðinlega hluti þegar börn eru viðstödd. Og gjörsamlega aldrei tala um skort í eyru barna. Það er trú mín að það hafi slæmar afleiðingar.

No comments: