
Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er ég að lesa hana beint á eftir Karitas bókunum sem eru SNILLD, af einhverjum ástæðum held ég samt að karlmenn séu ekki sammála mér þar, enda eiga þeir erfitt með að skilja hvað konur eru með endæmum merkilegar.
Í öðru lagi fannst mér bara ekkert sérstaklega huggulegt að lesa um nauðgara sem notaði rohybnol nauðgunarlyfið til að koma vilja sínum fram við konur. Mér fannst það bara frekar sorglegt og viðbjóðslegt og ógeðslegt.
En, eins og ég segi, eitthvað gæti nú gerst á síðustu blaðsíðunum sem kemur mér til að skipta um skoðun, veit ekki alveg. Svo verð ég nú að segja að þó mér finnist frábært að þarna sé Elínborg í aðalhlutverki þá sakna ég nú Erlends..
Skrifað tveim dögum síðar: Bíddu, bíddu, eitthvað er nú að gerast í bókinni. A sudden twist. Hlutirnir ekki alveg eins einfaldir og þeir litu út fyrir að vera í fyrstu.. Núna á ég aðeins nokkrar blaðsíður eftir..
Skrifað þremur dögum síðar: Jú, jú. Meistaraverk. En það kom nú samt ekki í ljós fyrr en alveg í endann. Arnaldur klikkar ekki. Maður bíður næstu bókar sem hlýtur nú að snúast eitthvað um hann Erlend..
No comments:
Post a Comment