Saturday, August 22, 2009

Menningarnótt (og ég með prentræpu)

Átti alveg hreint ágætis dag. Vorum reyndar fótgangandi frá því um kl. 13 og alveg til 21. Er frekar þreytt í löppunum! Dáist af honum Óla mínum sem var reyndar á hlaupahjóli en labbaði líka upp og niður 19 hæðir á Höfðatorgi þar sem lyftan var biluð.

Byrjuðum á því að rölta upp í Landsnet sem er nú bara rétt fyrir ofan þar sem ég á heima í Hlíðunum. Þarna er hvorki meira né minna en stjórnstöð rafmagnskerfis Íslands (frekar töff að sjá stóra skjáinn með landakorti af Íslandi rafmagnslega séð, t.d. sá maður greinilega hvar álverin eru og svona).

Anyways, við hvorki meira né minna en RÖLTUM svo niðrá Höfðatorg. Fórum líka inní Höfða þar sem leiðtogafundurinn 1986 var. Ég, stjórnmálafræðingurinn, svo vissi alveg að það var árið 1986 en ekki árið 1989, einmitt.. Skoðuðum svo Höfðatorg og sáum þegar björgunarsveitakonur sigu þarna niður, jú jú. Löbbuðum svo til elsku Tryggva bróður míns á Leifsgötuna og fengum kaffi og svona.. Héldum þessari rosa göngu áfram og niðrí bæ, út að borða á Basil&Lime (af illri nauðsyn þar sem við þurftum að borða kvöldmat, vorum orðin svöng og vorum niðrí bæ ekki á bíl.) Allt í lagi, en ji hvað það er ekki afslappandi að vera á semi fínum veitingastað með börn.. Stefán Máni sem oftast er nú alveg góður tók upp á því að láta ýmis mjög hávær hljóð út úr sér eins og BA-BA (pabbi) og svo var hann að emja eitthvað.. já, og var náttúrulega með hendurnar í allt og öllu.. phew!

Anyhows, hittum gott fólk og nokkra kunningja og röltum út um allt og svo ji minn eini RÖLTUM við heim. Er orðin ansi þreytt og gæfi mikið fyrir fótanudd núna, já eða bara heilnudd ef út í það er farið, úje.

Anyways, datt í hug að deila þessu með netheimum. For no apparant reason.

Later!

No comments: