Wednesday, September 9, 2009

Aarg!

Mér líður eins og ég búi í bavíanalýðveldi.

Fréttir um kynferðislegt ofbeldi á börnum í stofnunum þessa lands er eins og að kasta olíu á eld vaxandi vantrúar minnar á íslenska ríkið og eftirlitsstofnanir. AAaaarrgghh! Does "eftirlit" mean squat to you people??!! Kræst.

Það var sannarlega sárt fyrir íslensku þjóðina að frétta af þeim hörmungum sem áttu sér stað á vistheimilinu í Breiðuvík fyrir rúmri hálfri öld síðan, en að frétta í ofanálag af kynferðislegu og andlegu ofbeldi á heyrnarlausum börnum í Heyrnaleysingjaskólanum og á vistheimilunum Kumbaravogi og Bjargi er bara fáránlegt. Ég er hreinlega búin að missa trúna á íslenska ríkið og mér líður eins og ég búi í bavíanalýðveldi.

Ég er eiginlega reiðari yfir þessu heldur en eftirlitsleysi stjórnvalda yfir fjármálakerfi landsins í aðdraganda hrunsins. Í tilfelli vistheimilanna er um saklaus börn að ræða sem koma til með að bera ör á sálinni fyrir lífstíð vegna þess að þeim var komið í hendur á hálfvitum af íslenska ríkinu. Var ekki nógu mikið lagt á þessi börn að vera heyrnarlaus? Það hefur komið fram að allaveganna einn heyrnarlaus drengur framdi sjálfsmorð í kjölfar þessa atburða.

Í kjölfar Breiðavíkursmálsins kom í ljós að flestir af "Breiðavíkurdrengjunum" gekk afar illa að fóta sig í lífinu eftir vistina á Breiðuvíkurheimilinu og eru rónar og eyðilagðir menn í dag.

Eftirlit - eftirlit - eftirlit. It's not just a word. It actually has a meaning and needs to be enforced efficiantly. EFFICIANTLY!!

Djöfull er ég orðin þreytt á þessu landi.

Nei annars, það er ekki rétt. Ég er frekar þreytt á aðstæðunum hérna.

No comments: