Ég fór á æðislegt leikrit í gærkvöldi með Beggu vinkonu.Eftirlitsmaðurinn er leikrit sem Nemendaleikhús LHÍ setur upp. Þvílík snilld!!!
Ég vissi að það var góð hugmynd að fara á þetta verk. Hef einu sinni áður farið á svona nemendaleikhús og það var líka æðislegt. Þarna er krafturinn og lífæðin í ungum íslenskum leikurum. Leikararnir eru svo ferskir, svo lifandi, svo nýjir og svo fullir af orku að sýningarnar bara geta ekki klikkað.
Í bæði skiptin sem ég hef farið á svona nemendaleikhús sat ég á fremsta bekk og að mínu viti skiptir það líka öllu máli í hlutverki mínu sem áhorfanda. Á fremsta bekk fær maður leiksýninguna beint í æð. Á fremsta bekk er engin hætta á að maður missi einbeitinguna og fari að hugsa um eitthvað annað. Á fremsta bekk sér maður allt og er í nánu sambandi við leikendurnar. Þeir eru bókstaflega beint fyrir framan nefið á manni! Æðislegt!
Allaveganna, eftir sýninguna í gærkvöldi er ég ennþá innblásin, ennþá bergnumin og hrifin og ennþá undir áhrifum nýrra hæfileikra og nýrrar orku.
Garg!
Nemendaleikhús LHÍ, takk fyrir mig!

No comments:
Post a Comment