Tuesday, November 10, 2009

Suðurland!

Við Svanur skruppum í helgarferð á Suðurland síðustu helgi. Við gistum á Fosshótelinu í Freysnesi, Öræfasveit og það var nú bara rosalega rómantískt þar sem við vorum einu gestirnir:)

Þetta var í fyrsta skiptið síðan Stefán Máni fæddist sem við vorum ein; ÁN BARNA. Og það var dásamlegt!

Hérna eru nokkrar myndir frá ferðinni:















Þessi mynd er tekin á ströndinni hjá Vík í Mýrdal. Dáldið svona hrikalegt landslag en þarna sjást Reynisdrangar (ég held að þessir drangar heiti örugglega Reynisdrangar.) What is up with my camera? Af hverju er neðri helmingurinn svona skrýtinn? Vona að hún sé nú ekki að fara taka upp á því að klikka:/















Svarta ströndin hjá Vík í Mýrdal
















Jökulsárlón.















Líka Jökulsárlón
















Svartifoss
















Black beach. Me loves it. Þessi mynd er tekin í Dyrhólaey. Þarna var farið að hvessa dáldið og sjórinn var rosalega kraftmikill.

Annars vorum við rosalega heppin með veður í þessari ferð okkar. Það var alger heppni að það var blankalogn báða dagana. Beautiful.
















Þessi mynd finnst mér æðisleg. Hún sýnir að ég náði markmiði mínu sem var að sjá "svörtu ströndina með klettunum á Suðurlandi" og Jökulsárlón. Síðan voru Svartifoss í Skaftafelli og Dyrhólaey bara bónus:)

Ég sé reyndar á þessari mynd að myndavélin hefur klikkað neðst aftur. Rosa "svört" strönd þarna neðst..

Evs

No comments: