Mikið ofboðslega væri gaman ef ég gæti tvöfaldað mig endrum og eins og verið tvær ég.Jiiiii, hvað það væri gaman!
Sérstaklega á háannatímum í heimilislífinu á milli kl. 16 og 20! Þá myndi ég t.d. geta sagt við hina mig: "Hey elskan, ertu til í að vera með krakkana og sjá um heimilið og kvöldmatinn og svo tek ég við eftir kvöldmat? Ég þarf nefnilega að hvíla mig eftir vinnuna.." Þá myndi hin ég segja: "Auðvitað honey boney:)"
Ég myndi velta mér um í grasinu í hreinni og beinni alsælu ef þetta væri hægt.

No comments:
Post a Comment