Thursday, July 15, 2010

I want to move!!!!!

Mig langar svo rosalega til að flytja. Í einbýlishús með lokuðum garði.

Þegar við Óli vorum bara tvö var íbúðin mín í Bogahlíðinni algert æði. Fullkomin fyrir okkur tvö.

Svo kom Svanur. Síðan kom Emilía. Svo kom Stefán Máni.

Núna liggur við að íbúðin sé martröð. Var ég búin að nefna að það fylgir ekki geymsla íbúðinni? Það er heldur ekki lokaður garðurinn og það er þvílíkt óþægilegt að vera með Stefán Mána (2ja ára) þar. Hann bara hleypur út á götu!! Í allar áttir og maður er alltaf á nálum. En það er sumar og maður bara getur ekki hangið inni í rosalegu góðu veðri!

Aaaaarrrrggggghhhh!!!!!

No comments: