Sunday, March 13, 2011

Stieg Larson

Núna er ég á síðustu bókinni í tríólógíunni hans Stiegs.

Loftkastalinn sem hrundi er frábær bók. Eins og hinar tvær er hún þykk og djúsí. Núna þegar ég á minna en helminginn eftir tími ég varla að klára hana. Er farin að elska Mikael Blomkvist. Hann er orðinn svo fyrirsjáanlegur. Núna er ég t.d. búinn að bíða í margar margar blaðsíður eftir að hann sængi hjá næstu konu sem tengist Salendermálinu (fyrir utan Ericu Berger.) Svo loksins fór hann í bólið með öryggislöggunni. Yndislegt!

En vá, hvað hann hefur verið klár hann Stieg. Þvílíkt hugmyndarflug!

himneskt

Endrum og eins koma dásamlegir dagar þar sem maður fyllist lotningu yfir fegurð sköpunarverksins. Gærdagurinn var einn af þessum dögum.

Við ákváðum að skella okkur upp í Bláfjöll á skíði. Því miður var myndavélin batteríslaus þegar ég ætlaði að taka myndir af útsýninu af toppinum. Annars hefði ég pottþétt látið þær slæða með þessu bloggi (þessa mynd fann ég á google en hún nær vel hvernig gærdagurinn var.) Get ekki alveg lýst hvernig samspil birtu og snjós gerði daginn svona fallegan en mikið er ég fegin að við fórum upp í Bláfjöll því þetta verður líklegast eini dagurinn sem við förum þennan veturinn.

Dásamleg tilfinning að skíða. Elska að vera með tónlist í eyrunum við þessa iðju og syngja smá með á leiðinni upp og niður. Tja, þ.e.a.s. ef maður lendir einn í lyftunni;)

Vildi að ég kæmist oftar á skíði. Væri alveg til í að skipta sólarlandaferð út fyrir skíðaferð erlendis.

Ó, já.