
Við ákváðum að skella okkur upp í Bláfjöll á skíði. Því miður var myndavélin batteríslaus þegar ég ætlaði að taka myndir af útsýninu af toppinum. Annars hefði ég pottþétt látið þær slæða með þessu bloggi (þessa mynd fann ég á google en hún nær vel hvernig gærdagurinn var.) Get ekki alveg lýst hvernig samspil birtu og snjós gerði daginn svona fallegan en mikið er ég fegin að við fórum upp í Bláfjöll því þetta verður líklegast eini dagurinn sem við förum þennan veturinn.
Dásamleg tilfinning að skíða. Elska að vera með tónlist í eyrunum við þessa iðju og syngja smá með á leiðinni upp og niður. Tja, þ.e.a.s. ef maður lendir einn í lyftunni;)
Vildi að ég kæmist oftar á skíði. Væri alveg til í að skipta sólarlandaferð út fyrir skíðaferð erlendis.
Ó, já.
No comments:
Post a Comment