Monday, February 28, 2011

dansi dans

I wish.

Wishy wish...

Mér finnst svo leiðinlegt hvað ég er orðin "gömul" og "leiðinleg." Allt í einu, eftir að hafa hangið heima síðan Stefán Máni fæddist og ég missti áhugann á gjálífi er mig farið að langa út að dansa.

Kveikjan núna var að ég var að horfa á Brit Awards (af því að ég er með Skjá Einn;)) og var að horfa á tónlistaratriði þar. Þau í Arcade Fire kveiktu í mér. Mig langar að flippa á dansgólfinu with me mates og dansa, dansa, dansa!

En þannig líður mér oft á daginn og early evening. Eitthvað stuð lag kemur í útvarpinu og í hausnum mínum er ég að dansa með vinkonum mínum og fríka út á dansgólfinu - ógó gaman.

Í raunheimum er ég orðin syfjuð upp úr kl. 22:30 sem er meira að segja löngu áður en sjálft stuðið á dansgólfinu byrjar...

Oh, the joys of motherhood.

No comments: