Sunday, March 13, 2011

Stieg Larson

Núna er ég á síðustu bókinni í tríólógíunni hans Stiegs.

Loftkastalinn sem hrundi er frábær bók. Eins og hinar tvær er hún þykk og djúsí. Núna þegar ég á minna en helminginn eftir tími ég varla að klára hana. Er farin að elska Mikael Blomkvist. Hann er orðinn svo fyrirsjáanlegur. Núna er ég t.d. búinn að bíða í margar margar blaðsíður eftir að hann sængi hjá næstu konu sem tengist Salendermálinu (fyrir utan Ericu Berger.) Svo loksins fór hann í bólið með öryggislöggunni. Yndislegt!

En vá, hvað hann hefur verið klár hann Stieg. Þvílíkt hugmyndarflug!

No comments: