Tuesday, January 10, 2012

Vanity

Yes, I'm vain. So vain.

Sit nú heima í veikindaleyfi eftir fyrstu fegrunaraðgerðina. Þetta var nú líklegast líka sú síðasta en allavegana:

Nú er ég búin að fá ýmis komment um útganginn á mér. Vinur sonar míns (9 ára) sagði: "Hvað gerðist?" Ég útskýrði fyrir honum að ég hefði farið í aðgerð á þessu svæði til að laga aðeins og hann spurði aftur: "Já, en hvað gerðist?" Svo var ég að tala við tengdamömmu í gærkvöldi og hún spurði eins og von er: "Var þér illt?"

Þetta var nú kannski ekki nauðsynleg aðgerð af því mér var illt eða af því eitthvað gerðist svakalega mikið og það er ekki laust við að maður skammist sín smá fyrir eigin hégómagirnd en mér var samt smá illt á sálinni út af þessu af því stundum sá ég ekkert annað í speglinum en þessa fjölmarga hvítu fituhnúða undir augunum. Mér fannst þetta rosalega áberandi þó sumir vita ekkert hvað ég er tala um og sáu ekkert að.

Allavegana, þetta blessaða ástand sem ég fékk heitir Xanthelasma og núna get ég kysst það bless:)

Later:)

No comments: