
Er búin að horfa á síðasta þáttinn (í bili?) af Mad men og er bara miður mín.
Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég sakna Don Draper svona mikið. Veit ekki af hverju ég heillast af týpunni. Það er óskiljanlegt með öllu.
Af hverju laðast konur að drullusokkum?
En það er eitthvað við þáttinn og tíðarandann sem er svo heillandi. Fötin, konurnar og háttarlag þeirra. Mér finnst reyndar viðbjóðslegt hvað er reykt mikið alls staðar alltaf. Svo drekkur hann mikið og heldur fram hjá hægri og vinstri þessi Don.
Af hverju, AF HVERJU er ég þá að sakna hans?
Æ, hann á bara svo bágt eitthvað.

No comments:
Post a Comment