
Um daginn þá lagði ég bílnum á bílastæði og var eitthvað að dunda mér í kyrrstæðnum bílnum þegar gamall kall á jeppa leggur alveg við hliðina á mér (það var sko alveg fullt af öðrum bílastæðum) og þegar hann opnar hurðina þá skellir hann henni frekjulega (að mér fannst) beint í hliðina á mínum bíl.
Hann hefur líklegast ekki séð neitt eða heyrt neitt eða neitt hann var svo gamall. Svo labbaði hann ellilega inn á tannlæknastofu þar sem mót fyrir góma eru tekin.
Svo þoli ég ekki þegar gamalt fólk er svo "út á þekju" að það ýtir helvítis bónuskörfunni á mann í biðröðinni við kassann á Bónus. Ég set út á þekju í gæsalappir því ég veit ekki hvort þetta fólk sé að gera þetta viljandi (out of spite) eða óviljandi (sem ég efa.)
No comments:
Post a Comment