Thursday, March 1, 2012

Ljótan

Í fyrradag var ég spurð hvort ég væri ólétt.

Í gær spurði Svanur mig hvort ég hefði áhuga á að fara í þáttinn hjá honum Kalla Berndsen sem snýst um makeover = þreytt og sjúskuð kona er tekin og gerð að þrususkutlu.


Eitthvað segir mér að ég ætti að fara gella mig upp aðeins!

Reyndar var fyrra kommentið, það sem var sagt við mig í fyrradag, sagt beint eftir 90 mínútna yogatíma og konan bar við súrefnisleysi og seinna kommentið held ég að hafi verið sagt í hugsanaleysi. Þátturinn var í gangi í sjónvarpinu og ég held að Svanur hafi ekki áttað sig á kaldhæðninni.

Allavegana, svona komment lætur mann aðeins fara hugsa...

Later:)

No comments: