Thursday, March 8, 2012

smug

að vera eða vera ekki of öruggur með sig.

"Nei, takk kærlega fyrir. Ég þarf ekki að fara í fitumælingu" sagði ég hortug við samstarfsfélagana og hnyklaði vöðvana og sýndi þessu til sönnunar.

(Forsaga málsins er að svokallaður heilsudagur var í vinnunni þar sem við fengum hollan mat frá Happi og svo fræðslu og mælingu.)

Full af yfirlæti fannst mér ég ekki þurfa á þessu að halda því ég væri í massa góðu formi.

Duru duru duru du du..

Sannleikurinn kom í ljós eftir að ég lét til leiðast og stóð skó- og peysulaus á vigtinni.

Mín bara að búin að þyngjast um fullt af kílóum og ógeðslega þung á sér:/ æ, já. Allt gosið og nammið.

Shit.

No comments: