Thursday, July 26, 2012
Á eigin vegum
Bók eftir sama höfund og Ljósa (Kristín Steinsdóttir.)
Ekki eins viðburðarík bók og Ljósa. Það reyndar gerist bara mjög lítið í henni. Ekki spennandi.
Hér er sögð saga Sigþrúðar, konu sem ólst upp á bóndabæ í fyrndinni. Í gamla daga, kannski fyrir um 80 árum síðan. Að því leyti er bókin lík Ljósu. Sigþrúður á ekkert sérstakt sældarlíf, móðir hennar dó þegar hún fæddi hana og sjálf missir hún barn. Viðurkenni alveg að það féllu nokkuð mörg tár hjá þessum lesenda við lesturinn. Seinni hluta ævinnar býr hún í Norðurmýrinni í Reykjavík og unir sæl við sitt.
Hún er þó alltaf að leita að uppruna sínum og er mjög upptekin að því að þekkja forfeður sína og hvaðan hún kemur. Hún lifir á blaðaútburði og ber út Morgunblaðið (eða Fréttablaðið) í dagrenningu og á svo daginn fyrir sig. Hún velur af kostgæfni hvernig hún ver hverjum degi eftir Morgunblaðinu. Hún skoðar auglýsingar um hvað er í gangi hverju sinni. Hún fer í jarðarfarir, jafnvel hjá fólki sem hún þekkir ekki neitt. Svo fer hún á listasýningar og opin hús, allt eftir auglýsingunum í blöðunum.
Allavegana, auðlesin bók. Felldi tár sem þýðir að bókin flokkast sem góð bók. En viðburðarrík og spennandi, það er hún ekki.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment