Ljúfsár bók. Um ástir og örlög konu sem var uppi á seinni hluta 19. aldar.
Ég elska að lesa bækur um lífið í gamla daga. Bækur sem gerast á sveitabæjum í fyrndinni. Þær eru svo rómantískar. Allt var svo einfalt þá.
Þessi sérstaka bók eftir Kristínu Steinsdóttur heillaði mig, sérstaklega fyrri hlutinn. Þessi bók endar ekki vel sem er sérstakt. En þannig er þetta stundum.
Það fá ekki allir að vera með þeim sem þeir vildu helst vera með. Lífið leikur Ljósu grátt. Hún kynntist hinnu sönnu ást. En örlögin gripu inn í og gerðu hinu ástfangna pari illmögulegt að vera saman. Lífið fór því öðruvísi en hún hefði helst viljað.
Það er ljúfsárt að lesa bók um alvöru líf en ekki líf sem er allt uppdubbað og óraunverulegt eins og það sem flestar bandarískar rómantískar gamanmyndir ganga út á. Mikið ofboðslega er ég þreytt á bandarískum rómantískum gamanmyndum og þeirra boðskap.
Sem sagt, mjög góð og hressandi bók. Ekki þessi týpíski "happy ending." Hressandi.
No comments:
Post a Comment