Undarleg bók.
Ég býst alltaf við miklu frá þessum höfundi þar sem hún skrifaði Karitas bækurnar. En ég varð fyrir vonbrigðum með þessa bók. Hún hélt mér alveg og ég var spennt að lesa hana, maður var alltaf að bíða eftir einhverju rosalegu í öllum þessum rólegheitum í kringum plönturnar hennar Nönnu. Svo kom þetta rosalega á síðustu blaðsíðunum en lesandinn (allavegana ég) er skilinn eftir í lausu lofti og veit ekkert hvernig sagan endaði í raun og veru.
Maður var búin að kynnast söguhetjunum og þeirra ofsalegu flóknu fjölskylduböndum sem ég viðurkenni að ég fékk næstum þvi hausverk yfir að lesa um. Ég var orðin spennt að vita um örlög þeirra og hvernig allt saman myndi enda og svo endar bara bókin og ég tékkaði svona fimm sinnum hvort að þetta væri örugglega síðasta blaðsiðan.
Dó Finnur? Hvað varð um Gylfa? Kemst Hjálmar að því að Gylfi er faðir sonar hans og hefur borgað Ásu á laun? Er Gylfi að halda fram hjá Nönnu með Ásu? Taka þá Hjálmar og Nanna saman? Tekur Dúi við hótelunum? Taka Dúi og Guðrún Senna saman?
Ha? Lausir endar bögga mig.
Fallega skrifuð bók samt. Ljóðræn.
No comments:
Post a Comment