Sunday, February 10, 2013

sá hlær best sem síðast hlær

hahahahaha!! So long suckers.

Er svo gasalega ánægð með nýja dyrasímann minn. Í nýju íbúðinni var dyrasíminn bilaður. Við heyrðum hann hringja en heyrðum ekki hver var að koma. Svo ég hringdi á viðgerðarmann sem kemur með nýjan dyrasíma og reddar málunum.

Ég elska, ELSKA, nýja dyrasímann minn. Það er hægt að stilla hljóðið á honum svo maður heyrir hann hringja hátt eða lágt, stillanlegt sjáiði til. En mesta snilldin er (wait for it, wait for it..) að ég get slökkt á helvítinu!

HAHA HAHA HA HA HA! Na na na na bú bú!! Óvæntir gestir og óæskilegar truflanir heyra sögunni til:)

Hef aldrei skilið óvæntar heimsóknir. Þær eru með verri hugmyndum sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Hef reyndar lent í því í tvígang núna að fólk úr minni eigin fjölskyldu hefur komið í óvænta heimsókn til að skoða nýju íbúðina. Bæði skiptin voru nú svona allt í lagi en þar sem ég hef miklu meira yndi af skipulögðum kurteisisheimsóknum þá er ég svo glöð:)

happy, happy, happy:) Ég get verið í friði þegar ég vil vera í friði.

Peace, peace, peace

No comments: