Sunday, December 15, 2013

meltdown

Það eru ekki svo góðar fréttir sem heyrast úr búðum örvæntingarfullu húsmóðurinnar okkar. Á 35 ára afmælisdaginn mátti finna hana á heilsugæslustöðinni að fara á taugum. Konan fékk kvíðastillandi lyf og átti að hvíla sig í viku. 

Fannst eins og ég væri að fá taugaáfall og upplifði venjulegan kvíða sinnum 1000 með tilheyrandi líkamlegum einkennum. Þetta var með því ónotalegasta sem ég hef upplifað á ævinni.

Sigur minn hefur hingað til falist í því að mæta í félagslega viðburði í vikunni, þrátt fyrir þessi veikindi eða hvað sem ég á að kalla það. Er staðráðin í að sigra þennan kvilla og vinna bug á honum.

Ég GET, ég ÆTLA og ég SKAL.

2 comments:

Tinnsi said...

Elsku dúllan mín.
Það er ekkert smá að vera með 6 manna heimili og að vinna úti. Skil vel að eitthvað gefi sig.

Kannski gætirðu minnkað vinnuna svolítið? Eða fengið meiri aðstoð? Kannski við þrif?

Gott hjá þér að fara á félagslegu viðburðina. Það er nú það sem heldur manni gangandi að miklu leyti.

Svava said...

Takk fyrir Tinna mín,
ég reyni að taka því sem mest rólega þessa dagana og forgangsraða því sem mest liggur á.. ég er ennþá ekki alveg komin í lag en ég þarf bara að finna dampinn í þessu öllu, finna rétta taktinn og umfram allt slaka á...;)