Saturday, March 1, 2014

ströggl

er að ströggla dáldið með bókina sem ég er að lesa núna en það er Ár drekans eftir Össur Skarphéðinsson.

Mér finnst hún dáldið svona þung og flókin, ekki alveg auðlesin, allavegana ekki fyrir mig þó ég hafi gaman af henni af og til. Á hverri blaðsíðu koma fyrir aðstæður, menn og staðir sem ég kannast lítið við og þá líður mér smá minnimáttar af því að fólk með sömu menntun og ég kallar sig sum hver stjórnmálafræðinga plús það að ég er með MA í alþjóðlegum samskiptum. Svo kannast ég ekki við sum nöfnin eða stofnanirnar og finnst aðstæður flóknar og svona í bókinni. Og þetta fer í taugarnar á mér, þ.e.a.s. að ég renni ekki bara eins og vatn sem lesandi í gegnum bókina.

Þannig að ég er eiginlega að þræla mér í gegnum hana með massa minnimáttarkennd í ofanálag.

Urg.

Er nýbúin að lesa ævisögur Guðrúnar Ögmundsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur og þær bækur þóttu mér frábærar og auðlesnar og skemmtilegar. Þær voru ritaðar af konum, hmmmm... og þessi er skrifuð af karlinum sjálfum. Þetta sannar bara það hvað ég botna lítið í karlmönnum.

Finnst þeir ótrúlega flókið fyrirbæri margir hverjir og ég dauðhrædd við suma þeirra af einskærri minnimáttarkennd. Hmmm.. kannski kominn tími fyrir sálfræðing? ;)

No comments: