Sunday, June 15, 2014

Leggst á bæn...

... og bið fyrir vinkonu sem hefur verið týnd í nokkra daga núna.

Aldrei grunaði mig að ég þekkti konuna sem hefur verið saknað í viku núna sirka. Ég var að keyra puttalinginn sem ég pikkaði upp í Baldri heim að næsta bæ sem hann var að fara vinna á rétt hjá Borgarnesi þegar ég heyrði í fréttunum að verið væri að leita að tveimur konum sem hefðu verið í göngu í Fljótshlíð. Ein erlend og ein íslensk. Sú erlenda fannst látin og núna síðast í gær skilst mér að um 170 manns hefðu enn verið að leita að hinni fram á nótt.

Elsku vinkona, ég bið fyrir þér og þínum.

No comments: