Sunday, July 13, 2014

Sumarfrí

Ja hérna hér,

þá er maður komin í "sumarfrí." Dáldið sérstök tilfinning í þetta skiptið. Ég hef ekki verið að telja niður dagana af því að ég hef ekki beint hlakkað til. Var að gantast við vinnufélagana á föstudaginn að núna væri ég að fyrst að fara í vinnuna þar sem það er eiginlega fríið mitt að vera í vinnunni.

Finnst u.þ.b. 5 sinnum erfiðara að vera ein með fjögur börn heldur en að vera í vinnunni. Allavegana, ætla að taka Pollyönnu á þetta og vera ógislega hress og bjartsýn. Ætla hins vegar að gera svona countdown eða svona frekar count up þar sem mér finnst skemmtilegra að vera í vinnunni heldur en að vera með börnunum alltaf.

Þetta er nýja ég, hún er hreinskilin.

Ok, það er spurning um að lifa þetta af og halda hamingjunni. Ætla að gera countup á blogginu. "Sumarfríið" er sirka 30 dagar þar sem 14. júlí er á morgun og er fyrsti dagur í fríi. "Sumarfríinu" líkur svo 14. ágúst eða daginn eftir. Dagmamman var ekki alveg skýr hvort hún byrjaði aftur eftir fríið þann 14. eða hvort hún væri í fríi til og með 14. ágúst.

Allavegana, kem til með blogga um þetta blessaða sumarfrí á morgun á degi eitt og blogga svo alla sirka 30 dagana. Við skulum biðja fyrir örvæntingafullu húsmóðurinni okkar.

Takk og amen.

No comments: