Í dag fórum við upp í Árbæ á heimaslóðir Emilíu.
Við Emilía og Guðrún Halla löbbuðum hringinn bakvið Árbæjarskóla og Árbæjarlaug, hjá stíflunni og Óli og Stefán Máni spiluðu fótbolta hjá skólanum á meðan. Það standa viðgerðir yfir á skólalóðinni og strákunum fannst þetta nú ekki svo skemmtilegur skóli...
Mér finnst yndislegt hvernig það er eins og maður sé komin inn í einhvers konar friðhelgi mitt í borginni þegar maður labbar þarna. Það bjóða allir Góðan daginn:) Fyrir utan þennan radíus hættir fólk svo flest að bjóða góðan daginn. Skrýtið...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment