Núna er ég búin með bókina Lygi sem kom út fyrir síðustu jól.
Yrsa Sigurðardóttir kann þetta. Hún hefur þennan hæfileika að halda manni á tánum og vita svo ekki hvaðan á mann stendur veðrið þegar í ljós kemur hver morðinginn er. Ég var búin að ákveða að það væri Örvar en svo var það sonurinn, hhmmmmm.....
Yrsa spinnur listilega þrjá mismunandi söguþræði í þessari bók og maður áttar sig alls ekki á hvernig þeir geta mögulega tengst. Svo kemur það auðvitað í ljós í lokin. Bravó, vel gert.
Það eina sem fór í taugarnar á mér er að það hefði mátt prófarkalesa bókina betur. Það vantaði stundum orð í setningar og svo velti ég stundum fyrir mér orðalaginu, hvort hlutirnir væru rétt skrifaðir, t.d.:
"Um stund stóð hann og horfði á blóði atað hárið sem flóði yfir hvítan koddann en slökkti svo ljósið og fór fram." Segir maður "flóði"? Það eiginlega bara hlýtur að vera.....
Allavegana, mæli alveg með henni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment