Monday, July 14, 2014

Dagur 1 - so far so good

þetta var nú bara ágætis dagur.

Maður verður að fara venjast því að vera fótboltamamma því að dagurinn hófst með áhyggjum frumburðarins um keppnisfötin sín. Þau þurfa jú að vera hrein þegar maður er að fara keppa sinn fyrsta leik með C liðinu. Smá stress í drengnum held ég með þessa upphefð en ég hef auðvitað fulla trú á honum.

Dreif hina krakkana með mér í World Class þar sem þau fóru í barnagæsluna á meðan ég fór í pallatíma. Við vorum nýkomin og erum í andyrinu að fara í lyftuna þegar kona bókstaflega veltur um Stefán Mána. Mér fannst það alveg óborganlegt. Hann er jú í þeirri hæð að maður tekur ekki alltaf eftir honum þegar maður er að flýta sér. Allavegana, konan sem augljóslega var að drífa sig í hot yoga tímann datt bara kylliflöt um Stefán Mána og Stefán datt líka. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið! Afsakaði barnið en brosti innra með mér. Af hverju er það alltaf fyndið þegar e-r fullorðinn dettur? :)

Er ennþá að kúpla mig út úr vinnunni sem er alltaf dáldið svona erfitt í þessu starfi. Maður er einhvern veginn aldrei alveg búinn..... Dreif mig á fætur kl. 07:30 í morgun til að byrja daginn. Þetta er enn einn kosturinn við paleo fæðið. Ég sef eins og steinn og vakna á undan klukkunni. Elska þetta svo mikið. Það eru allir hættir á þessu mataræði í vinnunni nema ég og yfirmaður minn. Mér bara líður of vel til að ég tími að hætta. Það er bara þannig.

Þá er bara að drífa krakkana í Bónus og fylla ísskápinn.

Dagur 1 = góður dagur.

No comments: