Wednesday, July 30, 2014

dagur 16 - blur

Dagur 16 var sérstakur dagur að mörgu leiti.

Hann hófst öfugsnúinn þar sem yngsta afkvæmið hafði haldið fyrir okkur vöku með öskrum og látum mestalla nóttina. Mér leið svona dáldið eins og ég hefði orðið fyrir strætó eins og ég mér líður oftast þegar ég hef ekki fengið svefninn minn.

Varð mega þakklát fyrir að vera í fríi. Hefði ekki lagt í að bjóða vinnufélögunum upp á svona öfugsnúna konu. Ætlaði meira að segja að fara hitta vinnufélagana í hádeginu en hætti við það sökum svefnleysis og fór í staðinn með GH á heilsugæslustöðina til að kanna hvað væri að hrjá barnið.

Hún er allavegana ekki með eyrnabólgu svo að læknirinn sagði að líklegast væri þetta vegna tanntöku sem getur vel verið þar sem augntennurnar eru að koma upp og það eru virkilega erfiðar "fæðingar" í gangi. Tannholdið undir þeim er búið að vera bólgið í lengri tíma og núna er breiðasti hlutinn einmitt að koma upp.

Ég var svo heppin að vera að fara hitta Ásdísi vinkonu en mér líður vel með henni í svona næstum hvaða ástandi sem er. Sem er gott. Áttum yndælis dag í grasagarðinum í Laugardal. Fundum leiktæki fyrir krakkana sem léku sér út um allt án þess að vilja of mikið fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Það er nú bara virkilega fallegt í grasagarðinum.

Svo þegar við komum heim þá var komið svo gott veður að krakkarnir voru að leika sér frameftir öllu út í garði. Formaður húsfélagsins er búinn að vera svo duglegur að vera búinn að koma upp smá svona leiktæki svo að krakkarnir í húsinu eru duglegir að vera út í garði núna að leika sem er auðvitað gott og blessað. Þreytta flakið sem var ég gat svo lekið niður í sólstólinn út á svölum og gleymt mér í smá stund. Munaði mjög litlu að ég hefði brunnið en það gerðist sem betur fer ekki...

Dagur 16 = dased and confused.

No comments: