Saturday, November 8, 2014

Gratitude

ég er í rauninni mjög ánægð með lífið þessa dagana. Gerði mér ennþá betur grein fyrir því í gær þegar ég var að tala við pólskan samstarfsmann minn sem sagði að ég hefði það mjög gott. Þá var ég á leiðinni í World Class í hádeginu sem er jú alger lúxus. Get ekki hugsað mér að vera í vinnu þar sem ég er ekki frjáls til að koma og fara þegar mér sýnist. Svo ég er þakklát fyrir að vera í þeirri vinnu sem ég er í.

Ég er líka þakklát fyrir það frábæra fólk sem ég er að kynnast núna í gegnum vinnuna. Á mjög auðvelt með að elska sumt af því.

Ég er líka þakklát fyrir að vera sú forréttindapíka (sorry mamma) sem ég er. Maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað maður er heppin. Það hafa verið nokkur augnablik í lífinu sem hefðu getað farið mjög illa og ég er svo þakklát fyrir að þau fóru vel. Er staðráðin í að láta gott af mér leiða fyrir þessi augnablik. Be the change (you want to see in the world.) Kindness. Sprinkle that shit everywhere.

Ég er þakklát fyrir heilbrigðu börnin mín og það að ég hef í rauninni aðeins lúxusvandamál en ekki raunveruleg vandamál. Ég er þakklát fyrir heilsuna mína sem ég hef ákveðið að setja í fyrsta sætið. Ég er þakklát fyrir að ég er sátt við sjálfan mig og að ég elska sjálfa mig. Finn að eftir að ég byrjaði að spá í því hafa hlutirnir farið ganga upp.

Ég er þakklát fyrir frelsið mitt. Ég er þakklát fyrir að vera minn eigin stjórnandi í vinnunni og geta skipulagt mínum tíma sjálf. Myndi það vera sorglegt að vera ræstingastjóri þangað til ég verð 67 ára? Gefið að ég myndi halda vinnunni þ.e.a.s....

Allavegana, ég er búin að hlusta mikið á alls konar hugleiðslu og sjálfstyrkingardiska undanfarið enda "self help junkie" og áttaði mig á því í vikunni mér til mikillar furðu og ánægju að ég vil ekki vera nein önnur en ég sjálf.

Sem er frábært.

Æði spæði. Over and out.

 

No comments: