Jæja, hvað segir örvæntingafulla húsmóðirin í dag?
Vissulega er hún örvæntingafull þar sem hún situr í sófanum, ritandi þessi orð og lítur í kringum sig á heimilið þar sem allt er á rúi og stúi eins og vanalega. Allt á hvolfi.
Er ekki eitthvað rangt við það að hlakka til að verða eldri bara af því að þá verð ég vonandi laus við öll þessi börn? Andvarp. Hvernig gerðist það að ég er með 6 manna fjölskyldu?
Omg, gleymdi að kaupa í matinn. Shit.
Ég er allavegana skipulögð þó að allt sé á hvolfi eða ég þykist vera það allavegana. Er byrjuð á jólagjöfunum og jólakortunum og langar eiginlega helst til að drulla þessu öllu af svo ég þurfi ekki að spá í þessu meir. Aaahh, alveg jólaandinn, ekki satt:)
Allavegana, set hausinn undir og held áfram. Hvað annað?
Hlakka samt til að verða svona sirka 45 ára, þá hlýtur maður að fara komast í fjallgöngur án þess að þurfa pössun...
ást og friður vinir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment