Saturday, December 13, 2014

desember

ho ho ho!

enn og aftur er desember kominn. Sá 36. í mínu lífi.. Ég var svo heppin að afmælið mitt bar upp á laugardegi í ár og akkúrat á laugardeginum síðustu helgi þegar það var jólakaffi upp í vinnu sem þýddi auðvitað að ég fékk fullt af knúsum:)

Var svo heppin líka í vikunni að vinna léttvínspottinn í vinnunni. Aftur! Í síðasta drátti vann ég 7 flöskur sem eru ennþá hérna heima þar sem ég drekk ekki og svona eiginlega Svanur ekki heldur. Þegar ég vann aftur 4 flöskur núna á fimmtudaginn sagðist ég ætla að gefa þær flöskur. Eina fyrir hvert knús. Ég var ekki á staðnum þegar dregið var í pottinum svo ég var knúsuð í kaf þegar ég kom. Það var ekkert smá nice:)

Ég var líka svo heppin í gær að fá ekkert ofnæmi þegar ég fór í litun á augnhárum og augnbrúnum á snyrtistofu í Kringlunni í gær. Er ekkert smá þakklát fyrir að hafa losnað við það! Grunar að þetta sé breytingin á mataræðinu sem framkallar þessa jákvæðu breytingu eins og svo margar aðrar..

Annars er búið að vera smá vesen heima. Það er eitthvað að lásnum á baðherbergishurðinni svo að krakkarnir hafa verið að læsa sig þar inni í tíma og ótíma. Aðallega ótíma auðvitað.. Ég vona að kallinn nái að kippa þessu í liðinn í dag, dáldið þreytt á að láta allt heimilisfólkið vita þegar ég þarf á klósettið þar sem hann er búinn að taka allt dæmið út... Þetta reddast í dag..

Annars er búið að vera alveg nóg að gera í vinnunni eftir að hafa verið ansi rólegt í langan tíma. Það er ágætt að hafa nóg að gera, ég er eiginlega bara fegin. Missti tvo starfsmenn nýlega sem voru með fullt af fyrirtækjum svo ég er búin að vera í því að manna þau verkefni..

Fór í æðislegt jólazumba í morgun í Valsheimilinu. Æði, æði, æði. Það er orðinn fastur liður að hitta frænkurnar þar sem er frábært af því að við hittumst svo sjaldan núorðið... held mig samt alltaf á sama staðnum og öskra svo alveg eins og brjálæðingur með hinum stuðpinnunum, það er svo gaman.

Mikið ofboðslega er ég jákvæð í dag og mikið ofboðslega er þetta jákvætt blogg. Ég er heppin og svo meira heppin og allt er bara gott og blessað, jei:)

later peeps.


No comments: