Á sunnudeginum fyrir jól verður að segjast að þessari húsmóður líður undarlega.
Sé ekkert jólalegt við allt draslið á heimilinu sem krakkahrúgan mín sér til að sé ávallt til staðar. Get nú reyndar ekkert verið mikið pirruð þar sem mest draslið er eftir 1s árs snúlluna. Það er ekki hægt að vera pirraður yfir svoleiðis. Er það samt smá.. Kalla gormana krakkahrúguna í dag því ég náði skemmtilegri mynd af þeim í gær þar sem þau eru í eins konar hrúgu:
Þarna sést einmitt dæmi um draslið líka á gólfunum. Ætli ég verði ekki eins og frú amma Svava þegar ég verð eldri og orðin amma. Allt rosa fínt heima hjá mér og ég á eftir að búa í fínni íbúð sem þolir ekkert drasl. Hver veit...
Annars er þetta svo undarlegur dagur af því að ég varð allt í einu hundveik í gær. Ég er alveg steinhissa því að ég verð ekki veik. Var svo fín á föstudaginn og svo byrjaði ég að líða undarlega og illa eftirmiðdaginn í gær en ætlaði að hrissta það af mér og fara að hitta Tinnu sem er á landinu yfir jólin og Siggú sem er komin alveg á steypirinn. Svo bara líður mér verr og verr og gubba svo bara þvílíkt mikið (í klósettið.) Mikið var þetta ógeðfellt. Reyndi svo að vera í stofunni að horfa á sjónvarpið en þá var jólaþáttur á RÚV með Ragnhildi Steinunni og Hraðfréttastrákunum og Hrefna Sætran kokkur var að matreiða eitthvað hræðilegt, gat ekki horft á það og varð bara bumbult. Hafði enga list.
Svo er ég bara slöpp núna, fór reyndar í yoga í morgun. En ég varð ekki í rónni i gærkvöldi fyrr en ég var búin að gera aðgerðalista yfir það sem ég þarf að gera í dag og á morgun og hinn sem er nú bara ansi mikið. Smá jólastress í gangi og svo er alveg nóg að gera í vinnunni.
Hlakka til að komast í jólafrí, verður bara að segjast eins og er.....
Verð að segja að það tekur líka dáldið á taugarnar að vera með maka sem gerir jólahlutina bara einhvern veginn og allt í einu með öllu því skipulagsleysi sem einkennir þennan mann. Jólin fyrir honum er að gera hlutina á allra síðustu stundu. Alls ekki fyrr en á þorláksmessu og helst bara korter í jól.
Hjálpi mér allir heilagir....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment