Gleðilegt nýtt ár!
Vei:) Alveg glænýtt ár fullt af möguleikum og fyrirheitum.
Vorum í hinu árlega áramótafjölskyldupartýi í gærkvöld sem var náttúrulega bara æðislegt af því að við erum svo frábær. Fórum því öll seint að sofa og sváfum þess vegna lengi frameftir. Fyrsti dagur ársins er því líklegast mesti letidagur ársins. Lá í leti í allan dag. Nennti ekki neinu. Fór reyndar í göngutúr sem er alltaf gott mál.
Kláraði bókina Harmur englanna eftir Jón Kalman (einhvers)son. Var lengi með þessa bók en fannst hún bara fín. Grenjaði nokkrum sinnum og fékk störuna af því að hún fjallar svo mikið um ástina. Gef henni því mína bestu einkunn. Það er líka eitthvað við gamla daga þegar allt var sem erfitt sem heillar. Get ekki alveg skýrt út af hverju en að það er einhver rómantík í fortíðinni.
Allavegana, það eina sem ég afrekaði í dag var að þrífa rúmið hennar Guðrúnar Höllu hátt og lágt og skipta á því. Setti nýju rúmfötin sem hún fékk í jólagjöf frá okkur á rúmið. Sjáðið bara:
Hér stendur: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Svona getur Rúmfatalagerinn verið æðislegur.
Hver veit nema að ég bloggi á morgun líka. Síðar...:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)


No comments:
Post a Comment