Saturday, January 24, 2015

24/1 2015

Virkilega góður dagur:)

Tók til meira í fataskápnum, tók göngutúr í buxum sem ég ákvað síðan að gefa til Rauða krossins (elska þessa hreinsun:)) og svo fórum við í smá roadtrip til Bifröst að heimsækja Sólrúnu vinkonu sem er þar í námi í viðskiptafræði. Það var virkilega gaman að fara og kíkja á hana og stelpurnar hennar. Ég finn að þeim líður vel þarna:)

Í dag var það þannig að það var bæði the journey og the destination sem var málið. Við höfðum rosalega gott af því að komast aðeins út úr bænum (ég hugsaði það einmitt þegar ég fann fyrir menguninni í göngutúrnum í morgun hér í Hlíðunum) og svo er auðvitað alltaf gott og nærandi að hitta vini og styrkja vinabönd. Löbbuðum aðeins um svæðið og Sólrún sýndi okkur umhverfið.

Á heimleiðinni var brjálað veður undir Hafnarfjalli þegar við vorum komið fram hjá Borgarnesi og snarvitlaust á Kjalarnesinu. Það er búið að loka veginum þar núna víst og ef við hefðum verið hálftíma seinna á ferðinni hefðum við þurft að vera ég veit ekki einu sinni hvar! Phew!

Hér er mynd af okkur fyrir utan hjá Sólrúnu:

Bara nokkuð góður dagur:)



No comments: