Vaknaði útsofin sem var náttúrulega bara æðislegt. Allt gekk vel framan af þangað til að misskilningur kom í ljós í vinnunni. Starfsmaður sem ég er með og er nýr sagðist ekki ætla að taka svæði sem hún á að taka af því ég hafi ekki sagt henni frá því þegar hún byrjaði. Þetta svæði er einu sinni í viku, í dag, og ég fattaði þegar ég talaði við hana að hún hefði sem sagt ekkert verið að taka það og fólkið byrjaði að kvarta.
Fauk aðeins í mig og hana líka. Skilst samt á henni að hún ætli að taka það en það er búið að vera óþægilegt að vera ekki alveg með það á hreinu í dag. Svo mætti ég í World Class og ætlaði að fara í pallatímann minn en nei nei, kennarinn var veikur og þess vegna var þessi ákveðni afleysingakennari sem fer bara í taugarnar á mér. Maður svitnar ekki neitt og hún er bara með einhver helv.. dansspor sem enginn hefur áhuga á að ég held. Hún er svona latino og er að glenna sig og dansa allan tímann. Langaði mest til að labba út þegar ég sá hvernig í pottinn var búið en hún var orðin eitthvað súr af því að allir sneru við í dyrunum... svo ég var þarna í heilar 50 mínútur fyrir kurteisis sakir. Og borgandi fyrir þetta helv. Ekki alveg málið þessi tími.
Varð bara meira pirruð og einhvern veginn brjáluð inn í mér svo ég fór bara heim í slökun og hugleiðslu á æðislega hitateppinu sem ég gaf Svani í jólagjöf. Það náði að róa mig og allt varð gott aftur.
Talaði svo aftur við starfsmanninn sem sagði að spítalinn hefði verið að hringja út af manninum hennar sem liggur þar inni svo að henni myndi seinka aðeins. Skildist samt á henni á að hún ætli að taka þetta svæði. Svo er ég að fara hitta annan starfsmann út af öðrum skít. ....
Já, og svo blasti þetta við mér þegar ég keyrði heim:
Þetta lýsir nú ekki svona almennt mínu lífsviðhorfi en stundum er dáldið gaman að vera pirraður eða þannig. Þetta er líka bara þannig dagur. Fokking janúar. Fokkinn myrkur. #hvarersúgula?
Mikið hlakka ég til að fara til Tenerife. Akkúrat mánuður núna:)
No comments:
Post a Comment