Saturday, January 17, 2015

17/1 2015

Fínn dagur.

Byrjaði á zumba sem er alltaf hressandi og er svo búin að vera taka til heima og baka og versla inn fyrir kaffiboð á morgun í tilefni af afmæli Óla en hann verður 13 ára á þriðjudaginn.

Það leið næstum yfir mig í símtali við Siggú vinkonu en hún hringdi í mig af spítalanum. Hún lagðist þar inn í gær eftir að byrjaði að blæða hjá henni. Kom í ljós að eitthvað var eftir af fylgjunni í leginu með þessum afleiðingum að byrjaði að fossblæða. Mín kona fór í aðgerð í nótt, í svæfingu og alles og er að jafna sig núna en blóðþrýstingurinn féll voða mikið og hún er með saltvatn í æð. Úff..

Limpaðist bara niður og varð óglatt við að heyra raunir hennar. Það sama hefði getað gerst fyrir mig með Guðrúnu Höllu en gerði það sem betur fer ekki.

Jæja, the show must go on! Ætla að þrífa þessa blessuðu taustóla fyrir svefninn. Alltaf jafn flippuð...

No comments: