Jæja, þá er dagur 2 að kvöldi kominn. Þetta var nú bara ágætis dagur.
Þetta var nú líka hálf asnalegur dagur sem kom á milli tveggja daga fría. Fyrst gamlársdagur, svo nýársdagur, svo þessi föstudagur og svo aftur komin helgi. Allavegana, knúsaði nokkra gleðilegt nýtt ár í vinnunni og gerði ekkert rosalega mikið en reddaði samt hlutum sem mér þykir dáldið gaman.
Var aftur löt í dag aftur en fór nú samt í ræktina og var bara nokkuð roggin með að hafa afrekað það í þreytunni. Eldaði soðna ýsu með kartöflum og smjéri fyrir fjölskylduna og fór svo í bíó með Önnu Láru vinkonu sem var að koma úr þriggja vikna ferðalagi til Ítalíu með móður sinni og syni.
Við sáum Horrible bosses 2 sem var bara mjög góð. Hlógum hæst held ég bara. Grét úr hlátri í eitt skiptið. Virkilega góð gamanmynd:)
Leggst nú til hvílu og hlakka til dags númer 3 á nýju ári.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment