Tuesday, January 20, 2015

20/1 2015

Ágætis dagur.

Dáldið þokukenndur þökk sé dóttur sem vakti móður einhvern tímann í nótt með e-u umli og veseni. Svo fór hún að kalla á bróður sinn sem var nú bara dáldið dætt: "Óje, ÓJE?" Dúllusprengja...

Gerði nú ekkert mikið í vinnunni í dag vegna þess að það var foreldradagur í skólanum, þ.e.a.s. foreldraviðtöl hjá kennurunum og ekki kennsla. Gott að ég vann ekki svo mikið fyrir hádegi því svo þurfti ég að stökkva í kvöld í smá vesen sem var nú reyndar mér að kenna...

Það er allt í góðu hjá Óla en vesen hjá Stefáni Mána vegna þess að hann mætir svo oft seint. Hann er að falla á mætingu og málið komið til skólastjórans....

Allavegana, ljósið mitt á afmæli í dag. Orðin 13 ára og allt að gerast. Hann stækkar og stækkar, kominn í mútur og allt í gangi..

Hann er eiginlega það besta sem hefur komið fyrir mig. Það er bara þannig. Ég er mjög þakklát fyrir hvað hann er flottur. Kennarinn talaði um það í dag. Félagslegi þátturinn er í góðum málum og hann fellur einhvern veginn alls staðar inn. Svo flottur persónuleiki; opinn og góður.

Stolt móðir, það er ég:)

No comments: