Frábær dagur. Gerði akkúrat það sem ég vildi mest gera sem var að hanga heima og gera mest lítið. Það er bara svo gott. Þetta er orðið að einhvers konar hefð hjá mér að fara helst ekki út úr húsi um helgar en gera svo allt sem þarf á virkum dögum.
Fór nú reyndar í hot yoga (90 mínútur) í World Class. Stundum finnst mér að við ættum öll að fá medalíur þegar tíminn er búinn þetta getur verið svo erfitt og átakanlegt og já, heitt! Fór að sortna smá fyrir augunum um svona miðjan tímann. Vöðvar að titra og svona. En það er svona gott vont. Maður er þá að fá eitthvað úr þessu..
Er svo eitthvað að bagsa við að reyna að selja Basson vagninn sem ég keypti á Bland á Bland. Keypti hann gallaðan án þess að vita það og hafði svo bara ekki orku í að rífast eitthvað í konunni sem seldi mér hann. Hann fór á beint á verkstæði út af einhverju og svo bara virkar ekki bremsan! Keypti hann á svona 75.000 kr og setti á hann 50.000 kr núna á Blandinu. Samt voða asnalegt að vera selja bremslulausan vagn. Hann virkaði samt alveg þegar ég var að nota hann og ég bara vandist þessu.
Anyways, ætti nú aldeilis að vera búin að hlaða batteríin yfir helgina. Barasta heil vinnuvika framundan. Mikið er það skrýtið eftir öll þessi frí..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment