Tuesday, January 6, 2015

6/1 2015

Dagurinn var nú bara alveg ágætur.

Var næstum því búin að gleyma að Svanur á afmæli í dag en það reddaðist svona um hádegisbilið.. Phew!

Gerði nú ekki ýkja mikið í vinnunni í dag, aðallega svona skrifstofuvinnu.. Hitti starfsmann og fór svo í ræktina. Mikið ofboðslega var það nú gott þó að það hafi næstum því verið of mikið af því góða.. Gat bara varla andað í lok tímans.. en þetta eru pallatímar sem ég fer í núna í World Class. Það verður allt betra eftir ræktina, svooo gott að svitna:)
 
Ég var svo lukkuleg með að hafa sofið næstum því heila nótt að ég var heillengi að þakka almættinu fyrir það í morgun. Dáldið mikið skrýtið að Svanur og Guðrún Halla voru ekki í herberginu þegar ég vaknaði en þá voru þau sofandi í stofunni. Svanur var hundslappur og Guðrún Halla fór heldur ekki í leikskólann.

Ólafur Tryggvi er kominn í mútur og eins og tíminn hleypur stundum á undan manni þá er hann að fara að halda upp á 13 ára afmælið sitt næstu helgi! Díses... Og það í Skemmtigarðinum í Grafarvogi hvorki meira né minna. Það er sko ÚTI. Maður bara biður fyrir stillu....

Ætla nú að drífa mig í háttinn. 8 tíma samfelldur svefn er eitthvað sem er til. Ég veit það! Ég hef upplifað það.

Annars er svo gott að vita af Tenerife ferðinni í næsta mánuði í öllu þessu janúarmyrkri... MMMmmmmm:)

No comments: