Friday, January 23, 2015

23/1 2015

Aldeilis fínn dagur.

Hélt áfram með það að prufa allt í fataskápnum og fór í hvítri skyrtu í vinnuna (ásamt öðru!) Fékk hrós og góðar athugasemdir frá þremur vinnufélögum sem mér þótti afar vænt um. Þau sögðu að hvítt færi mér mjög vel og að ég liti vel út í þessari skyrtu. EEEeee, ég held ég haldi henni! :)

Merkilegt hvað svona athugasemdir næra sjálfið.

Fór í litun og klippingu á Space sem tekur aukakrónukortið og spjallaði við homma um karlmenn. Það var gaman. Hann sagði mér að einn leikari sem ég er skotin í sé hommi. Ég varð svekkt. Ég átti varla til orð yfir hvað þetta kostaði mikið (17.500 kr.!) og hef aldrei lent í því áður að klipping og litun kostaði svona mikið. Eins gott að ég var með aukakrónukortið sem ég álít sem svo að sé alger gróði. Vona að ég hafi rétt fyrir mér..

Í tilefni bóndadagsins var karlpeningnum í vinnunni boðið í óvissuferð. Þeim var sagt að mæta með stuttbuxur kl. 10 og hitta okkur. Síðan var þeim samkvæmt gamalli hefð boðið að hoppa á einum fæti á stuttbuxunum smá hring fyrir framan húsið. Það var gaman og fyndið. Í laun fengu þeir brennivín og hákarl.

Gaman að þessu:)

No comments: