Monday, December 5, 2016

alvarpið

Alvarpið er enn ein snilldin sem Internetið hefur upp á að bjóða. Tryggvi bróðir benti mér á þetta og ég hef dáldið verið að hlusta en þetta er eins konar sarpur af, hvað kallar maður þetta, pod-cöstum? Allavegana, uppáhaldssþátturinn minn heitir Virðulegi forseti en þar taka þeir Halldór og Hákon held ég að þeir heiti fyrir einn þingmann per þátt. Þetta er mikil snilld og mér finnst mjög gaman að hlusta á þetta.
Ég fór í smá útréttingar í morgun og labbaði á áfangastað og hlustaði á þá félaga á leiðinni. Þátturinn fjallaði um Björt Ólafsdóttur, þingmann Bjartrar framtíðar. Þátturinn var mikill innblástur fyrir mig en þeir félagar taka jafnan fyrir ræður á Alþingi þar sem umræddur þingmaður hefur staðið sig sérstaklega vel.

Mér fannst sérstaklega gaman að hlusta á Björt svara hvítum miðaldra karlmönnum (sem sagt þingmönnum eða ráðherrum) þegar þeir höfðu verið að "mansplaina" eitthvað sem er auðvitað óþolandi. Ég fylltist innblæstri og fannst sérstaklega gaman hvað þáttastjórnendurnir voru hrifnir af því þegar hún rak ofan í karlmennina og gerði þá hálf kjaftstopp. Greinilega kona að mínu skapi. Ég er ánægð með að ég hafi kosið Bjarta framtíð í alþingiskosningunum núna um daginn því að svona konur er gott að hafa á Alþingi.

Annar þáttur sem ég hef gaman af heitir Englaryk en þar fara Dröfn Ösp Snorradóttir (sem var með mér í stjórnmálafræðinni og býr út í LA) og vinkona hennar yfir nýjasta slúðrið hjá fræga fólkinu í Hollywood. Gaman að þessu.
Ef ske kynni að þið ætlið að tékka á þessu þá googla ég alvarpið og opna svo Mixcloudið sem er atriði númer tvö sem kemur upp.
Góðar stundir gott fólk.

No comments: