Maður bara verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér og sínum mannlegum brestum.
Ok, vaknaði sem sagt í morgun alveg rosalega stíf í hálsinum og öxlunum og var bara mjög illt. Þetta er svona búið að vera á leiðinni í nokkra daga. Þetta gerist sirka á tveggja mánaða fresti og í síðustu skipti hefur Nuddstofa Veru á Suðurlandsbrautinni bjargað mér. 30 mínútur eru á 4.000 kr svo það er ekki of dýrt og Vera er yndisleg. Þvílík dúlla.
Allavegana, Vera er í fríi og ég mundi að síðast þegar ég var hjá lækninum skrifaði hann upp á fyrir mig vöðvaslakandi lyf. Ég var einmitt slæm þegar ég var hjá honum eða henni reyndar. Ákvað að prufa þetta lyf í morgun því mér leið ekki einu sinni vel að sitja í hugleiðslustólnum og poppaði sem sagt einni pillu.
Tók sem sagt eina töflu af Lyrica. Um klukkutíma seinna var verkurinn farinn, vöðvarnir slakir og ég ..... stoned. Kíkti á leiðbeiningarnar og það er þríhyrningur á kassanum. Ég var og er sljó og það mikið að ég henti afganginum af þessu lyfi. Þetta geri ég ekki aftur:)
Ákvað samt að fyrst ég var stoned þá væri nú bara um að gera að njóta þess. Labbaði niður í bæ á Njálsgötuna í yogatíma í 101yoga í hádeginu. Var bara einu sinni næstum búin að hlaupa á bíl á leiðinni. Samhæfingin í vöðvunum eða motorskills ekki alveg upp á sitt besta.
Var ég búin að segja ykkur að ég er mjög næm og viðkvæm. Má til dæmis alls ekki drekka áfengi...
Ég þekki stelpuna orðið sem var með tímann svo ég gat hlegið með henni að þessu. Meira ástandið á mér. Er núna dáldið sljó en líður bara vel:)
Óli sækir Guðrúnu Höllu.
Ég þekki stelpuna orðið sem var með tímann svo ég gat hlegið með henni að þessu. Meira ástandið á mér. Er núna dáldið sljó en líður bara vel:)
Óli sækir Guðrúnu Höllu.

No comments:
Post a Comment