Tuesday, February 28, 2017

Amy

Þrátt fyrir að stundum sé tæknin manni ofviða þá er hún stundum svo frábær.

Ákvað sem sagt í gær að horfa á kvikmynd í símanum upp í rúmi í gegnum 365 appið. Fyrir valinu varð Amy, bíómynd/heimildamynd um söngkonuna Amy Whinehouse.

Vá.

Mér fannst myndin merkileg og lifði mig inn í hana. Mikið afskaplega er gott að vera bara einhver nobody! Ég elska það hreinlega. Hef meira segja oft hugsað það.

Þarna fylgdist maður með frábærri söngkonu fara í súinn. Stóra ástin í lífi hennar, Blake, sem hún samdi ófá lög um, frægast Back to black kom þarna við sögu og ji minn eini. Þau fóru bara að nota krakk og heróín eins og enginn var morgundagurinn og hún drakk eins og ég veit ekki hvað. Sjálfseyðingarhvöt maximus.

Hana langaði ekkert í þessa frægð en pabbi hennar kom þarna við sögu og maður svona fékk á tilfinninguna að hann hefði nú mátt bera aðeins meiri virðingu fyrir henni, t.d. þegar hún var loksins á afskekktum stað fjarri ágangi fjölmiðla að þá mætti hann með tökulið.

Æi. Allavegana, dreymdi Amy og dóp í nótt. Eitthvað situr hún í mér þessi mynd. Eins og með Whitney Houston sem líka dó úr áfengi og dópi "lenti hún í því" að mæta á gigg útúrdópuð vitandi ekki hvar hún var.

Æi.

Hvíl í friði Amy Whinehouse.

Í lok myndarinn kom jazzsöngvarinn Tony Bennett held ég að það hafi verið og dásamaði Amy, sagði hana hafa haft einstaka rödd og að hún hafi verið truly gifted. 

Þetta frægðarlíf virðist fara mjög illa með fólk. Maður sá í myndinni hvað þetta papparazzi dæmi er klikkað. Það er hrópað á stjörnurnar úr öllum áttum að snúa sér hingað og þangað og það er líklegast mikil eftirspurn eftir því að sjá stjörnu hrapa. Ekki svo mikið verið að spá í aðgátinni sem ætti að vera höfð í nærværu sálar þar.

Ég gæti aldrei, aldrei, verið papparazzi eða blaðamaður sem fer á bakvið viðmælandann og kryddar söguna aðeins til að selja. Bara nei.

1 comment:

Tinnsi said...

Það er svo gaman að horfa á góða bíómynd sem fær mann til að hugsa