Monday, April 10, 2017

Pawn

Ég er mikill aðdáandi svona inspirational quotes eða hvað ætli besta íslenska orðið yfir það sé? Viskuorð, tilmæli?

Allavegana, frændi minn setti inn á Instagramið sitt eftirfarandi:

með hashtaginu #whatnottodo.

Mér finnst þetta quote eiga svo vel við lífið mitt um þessar mundir. Ég er búin að komast að því að hefðbundið 9-5 starf eða 08-16 eins og er oft hérna heima á bara alls ekki við mig. Ég myndi nú alveg vilja að það gerði það, bara mjög mikið eiginlega. Þá myndi innkoman alltaf vera sú sama, ég væri að borga alltaf sömu upphæðina í lífeyrissjóðinn, ég myndi líka vera með viðbótalífeyrissjóð og tryggja þannig framtíðina með traustri innkomu.

Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt að vera ekki þannig. Að vera ekki þessa manneskja sem að menntar sig, giftir sig, eignast fjölskyldu, er í öruggri vinnu og með öruggt húsnæði. Ok, ég er með þrjú af þessum atriðum en ég er ekki gift og er ekki í 9-5. Þess í stað er ég með draum sem mætti nú alveg vera skýrari að mínu mati um að vinna sem einhvers konar græðari eða heilari. Ég komst að því um helgina að ég nýt mín upp að vissu marki í umönnunarstarfinu en núna vinn ég á hjúkrunarheimili og ég er að læra nuddarann sem er einu skrefinu nær því sem ég vill vinna við.

Ég bara vildi að það myndi gefa meiri tekjur að gera þetta sem ég er að gera núna.

Allavegana. Eftir að ég byrjaði að eltast við að vinna við það sem mig langar til að vinna við (nuddið) er einhvern veginn ekki aftur snúið. Ég get eiginlega ekki hugsað mér að skipta á því og 9-5.

Jæja, þetta var pæling dagsins...

Later.

No comments: