Ég er svo heppin að hafa kynnst dásamlegri og skemmtilegri skvísu sem ég á margt sameiginlegt með í vinnunni hjá Hreint. Í gær fórum við saman í sjósund og gerðum smá usla.
Vegna þess hvursu kalt það var svona daginn fyrir sumardaginn fyrsta kom Eddan mín með þurrgalla og sjósokka að vanda fyrir okkur. Hún náði í mig eins og vanalega þegar við hittumst og við fórum niðrí Nauthólsvík. Þetta er í rauninni alger snilld. Maður borgar 600 kr yfir vetrartímann fyrir að nota sturtuaðstöðuna og getur svo notið sín þarna. Allavegana.
Við löbbuðum í sjóinn, þær einu sem voru í galla, í skítakulda og roki. Aðrir voru nú bara í sundfötum. Við öskruðum og skríktum eins og smástelpur þar sem okkur þótti sjórinn svo kaldur og vorum nú ekki lengi ofan í. Kannski að þetta hafi náð tveimur mínútum eða frekar svona einni og hálfri... Þegar við vorum að labba upp úr kemur að okkur jaki í eldri karlmannslíki og labbar upp úr sjónum eins og konungur. Hann bendir okkur á að við missum súrefnið þegar við öskrum svona og við eigum nú bara að anda djúpt nokkrum sinnum og svona. Æ, þetta var svona 'you had to be there' fyndið. Líka af því að maður fer svona að flissa þegar maður er genginn aftur í barndóm;)
Allavegana, síðan fórum við í þennan margblessaða pott sem er þarna. Ég á sárar minningar frá þessum potti þar sem ég fékk svæsna blöðrubólgu síðast þegar ég fór í hann. Var samt staðráðin í að vera nagli og láta þetta nú ekkert á mig fá. Oh, fékk svo einkenni blöðrubólgu þegar ég var komin heim þó að ég passaði vel að pissa beint á eftir.
Alveg glatað að vera svona viðkvæmur...
Allavegana, elska svona ævintýri:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)


No comments:
Post a Comment