Ég var búin að frétta aðeins af þessari derma rúllu og sá hana auglýsta á Gyðju-snappinu. Ákvað svo að slá til og skella mér á hana þegar ég sá hana auglýsta á 3.500 kr á netinu. Viðurkenni fúslega að ég beið spennt eftir að hún kæmi í póstinum:)
Prufaði hana strax sama kvöld og hún kom og svo aftur í gærkvöldi og setti svo Penzim á húðina eftir á.
Er búin að vera með einhvern bölvaðan óskapnað á húðinni undir augunum frá því ég var með Stefán á brjósti. Veit ekki hvað þetta kallast en ég fór til lýtalæknis fyrir nokkrum árum og það var actually skorið á húðina eða undir húðina.. algerlega ógeð en það virkaði ekki. Svo núna bind ég vonir mínar við þessa blessuðu rúllu því mér finnst ég sjá smá mun!
Þetta er nú ekki mjög sexy dæmi samt þar sem blessuð rúllan er með fullt af litlum nálum sem maður rúllar fram og tilbaka yfir húðina, sérstaklega problem areas. Þetta svíður og húðin roðnar svo að þetta er dáldið brútal svona en þetta á víst að auka kollagenframleiðslu húðarinnar sem fer þá að lækna sjálfa sig eða svoleiðis.
Allavegana, ég krossa puttana og vona það besta. Reyndi að taka "fyrir" mynd en gekk ekki nógu vel með það. Þetta myndast einhvern veginn ekki nógu vel..
No comments:
Post a Comment